Handsome Hawk

21.3.03

.:Haukur Gunnarsson:. @ 14:46

Ég verð nú bara að segja eins og er að þessi mótmæli hérna á Íslandi gagnvart stíðinu gegn Írak fara frekar mikið í taugarnar á mér. Það að sletta málningu utan í Stjórnarráðið sýnir bara vanþroska þessara fífla sem stóðu fyrir þessu. Vissulega er stríð slæm lausn en ég fer alltaf að hallast meira og meira að því að þetta hafi verið eina lausnin, Saddam var ekkert að fara sama hvað Sameinuðu þjóðirnar gera og segja!
Þótt Bandaríkjamenn fari í taugarnar á mér og séu ekki endilega að þessu eingöngu af mannúðarástæðum o.þ.h. eins og þeir vilja meina þá var enginn að fara að gera neitt í núverandi stöðu. Skítt með það þótt það stafaði engin svaka ógn af Írak, þó það í raun geri það meðan núverandi stjórn er við völd, Saddam var ekki að fara eftir þeim "vopnahlésskilmálum" sem honum voru settir eftir Persaflóastríðið og enginn virtist gera neitt í því þangað til nú.

Annars má margt finna Könunum og Bretunum til foráttu í þessu máli en staðreyndin er sú að Saddam og hans pakk verður að fara og þetta er eina leiðin, svo einfalt er það!

Nú fæ ég bókað eitthvað diss frá fólki en mér er skítsama, þetta er mín skoðun.



.:Haukur Gunnarsson:. @ 00:55

Fólk er bara með einhver leiðindi yfir því hversu lítið ég blogga en staðreyndin er sú að ég blogga af viti ekki bara þegar mér dettur eitthvað misgáfulegt í hug líkt og Egill. Annars er lífið ósanngjarnt!.........mínir menn, Liverpool, töpuðu í kvöld fyrir helvítis rauðhærðu keltunum í Celtic (Siggi þú ert skepna!), svo er ég búinn að eyða öllu kvöldinu í það að klára leiðindaskýrslu í lífefnafræði og var ég að leggja lokahönd á þessi leiðindi. Annars er föstudagurinn runninn upp og sem betur fer hefur maður til einhvers að hlakka :)

12.3.03

.:Haukur Gunnarsson:. @ 10:51

Ég sé fram á skemmtilegan mánuð. Annars vegar er það peningaskortur og hinsvegar langir dagar í VR að læra. Ég er að vona að mamma fari að gera sér ferð í bæinn og komi í heimsókn til augasteinsins síns og færi honum fulla matarpoka úr Bónus. Lánadrottnar mínir fá ekki krónu frá mér fyrren um mánaðarmótin!
Svo átti Siggi ömurlegasta bögg í heimi áðan. Sökum ömurleika ætla ég ekki að segja hvað það var enda var þetta glataðra en allt!

6.3.03

.:Haukur Gunnarsson:. @ 20:54

Af hverju er ég allt í einu orðinn svona sólginn í mat á kvöldin? Ég bara skil þetta ekki! Undanfarin kvöld er ég bara búinn að éta og éta..........í kvöld ætlaði ég að hætta þessu en er orðinn geðveikt pirraður og líður hálf illa, ætli ég fái mér ekki bara eina samloku.

Annars er það bara vísó á morgun og svo Hverfisbarinn í Vökupartý. Kannski verð ég heppinn og kemst í árshátíðarfílinginn eins og sumar sl. helgi.............hver veit, kannski næ ég mér í dömu og fæ jafnvel símanúmerið hennar, það er aldrei að vita. Síðan verð ég að byrja að lesa af krafti eftir helgi, sé framá skemmtilegar stundir á bókasafninu í VR.

template by wicked design